news

10 manna samkomubann frá miðnætti

24. 03. 2021

Góðan daginn kæru foreldrar.

Í ljósi nýrra upplýsinga um 10 manna samkomubann sem tekur gildi frá miðnætti, viljum við minna ykkur á að passa vel upp á 2 metra regluna í upphafi og lok dags og gæta vel að sóttvörnum.

Við biðjum ykkar að stoppa eins stutt við í skólanum og hægt er, einnig ef möguleiki er á að sá einstaklingur sem kemur með barnið sæki það í lok dags.

Fyrirhuguðum foreldraviðtölum er frestað um óákveðin tíma nema þeim sem búið var að ákveða að taka símleiðis.

Ég veit að þetta mun ganga vel hjá okkur eins og hingað til.

Með kveðju Guja

© 2016 - Karellen