Innskráning í Karellen
news

Alþjóðlegurbaráttudagur kvenna 8. mars

07. 03. 2017

Kæru vinir.

Á morgun mæta kennarar Eyrarskjóls svartklæddir til að sýna konum um allann heim samstöðu í baráttu sinni fyrir kvennfrelsi í hverri þeirri mynd sem hún birtist. Víða um heim hafa komur ekki aðgang að getnaðarvörnum og hafa þá ekki val um að stjórna barneignum sínum.

Okkar áhersla í tilefni af Alþjóðabaráttudegi kvenna í ár er;

"Algjör grundvöllur kvenréttinda og jafnrétti kynjanna er sá að konur hafi yfirráð yfir eigin líkama, að konur hafi vald til að stjórna eigin lífi eins og þeim hentar best, að eignast börn þegar þeim hentar, að rjúfa þungun þegar þeim hentar. Kynfrelsi kvenna er því ein af grundvallarkröfum okkar allra sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna, grundvallarkröfum okkar allra sem berjumst fyrir mannréttindum og betra samfélagi.

Við stöndum nú frammi fyrir því að yfirvöld út um allan heim, líka í Evrópu, vinna skipulega og staðfastlega gegn þessum grundvallarmannréttindum kvenna, að stjórna eigin líkama. Yfirvöld út um allan heim hafa sett lög sem takmarka aðgang kvenna að læknisþjónustu, lög sem takmarka yfirráð kvenna yfir eigin líkama.''

og litil skýring á ensku:

We are organizing a big international strike of women for the 8th of March 2017. Together we work on a scheme of unifying actions to be realized in our respective countries. The International Women’s Strike (IWS) is a grassroots movement established by women from different parts of the world. It was created in recent weeks of autumn 2016 as a response to the current social, legal, political, moral and verbal violence experienced by contemporary women at various latitudes.“

Kveðja og ljós Guja

© 2016 - Karellen