Innskráning í Karellen
news

Ályktun foreldraráðs Eyrarskjóls.

09. 03. 2017

Kæru foreldrar.

Skóla og fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu þess efnis að foreldrar hafi val um hvort börn borði morgunmat í leikskólum sveitafélagsins og borgi þá ekki fyrir þá þjónustu.

Það er álit Hjallastefnunnar og stjórnenda Eyrarskjóls að þetta fyrirkomulag henti ekki nemendum, stefnu skólans og dagskipulagi hans.

Dagskipulag Hjallastefnunnar og þar af leiðandi Eyrarskjóls, byrjar á vali þegar börnin mæta í skólann og á eftir honum eða 8:30. Á eftir vali er hópatími barnanna með kennurum sínum þar sem börnin borða morgumat saman og hafa val um að borða hafragraut, Örnusúrmjólk og heimagert múslí. Börn með mjólkuróþol fá cheerios í stað súrmjólkur. Innifalið í morgunmatnum er einnig ávaxtastund í lok hópatíma upp úr klukkan 10.

Skólastjóri Eyrarskjóls hefur lagt fyrir Foreldraráð skólans þetta mál og ályktun þess er hér fyrir neðan.

Foreldraráð hefur eftirfarandi að segja um málið;

„Það er mat Foreldraráðs Eyrarskjólar að það sé mikilvægur hluti af námi að setjast til borðs og deila matartíma með öðrum. Foreldraráðið telur mikilvægt að öll börn fái tækifæri til að taka þátt í því og að með þessum breytingum sé verið að grafa undan þessum liði í námi barna við leikskólann. Ef að þessum tillögum verður vill Foreldraráðið leggja áherslu á að það sé tryggt að öll börn fái þá næringu sem þau þurfa og fari ekki svöng inn í daginn.“

Á Eyrarskjóli verður áfram unnið eftir sama dagskipulagi sem fyrr börnum til heilla.

Kveðja og ljós Guja

© 2016 - Karellen