news

Frestun á skipulögðum viðburðum

05. 10. 2020

Enn ætlar þetta Covid ástand að ráðskast með okkur um sinn og meðan það varir verðum við að breyta/ færa það sem búið er/ var að skipuleggja og jafnvel sleppa því. Sennilega getum við átt von á að þetta starfsár verði með þessum hætti ef fram fer sem verið hefur þar til annað kemur í ljós.

Í byrjun október ár hvert höfum við verið með foreldrafund en verðum að fella hann niður um sinn. Einnig foreldrakaffi sem átti að vera 14. og 15. október. Ef eitthvað er sem þið viljið ræða eða einhverjar spurningar vakna upp hjá ykkur endilega hafið samband og við erum tilbúnar í spjall.

Foreldraviðtöl eiga að vera 31. október og erum við komnar á það að þau verði sennilega símleiðis í þetta sinn og verða hópstjórar í sambandi við ykkar þegar nær líður.

16. október er starfsdagur í skólanum og hann lokaður.

Með kærleikskveðju Guja

© 2016 - Karellen