Innskráning í Karellen
news

Gleði og glaumur í Eyrarskjóli

18. 06. 2019

Hér í leikskólanum okkar er sko allt að gerast!

það sem á að snúa upp, snýr niður og það sem á að snúa í vestur snýr í norður og þar sem á að vera inngangur og útgangur, þar er skurður o.s.frv. Ef svona ævintýr gefa ekku lífinu lit þá veit ég ekki hvað haha. Það eru byggingaframkvæmdir við gaflinn á húsinu og líka eftir húsinu endilöngu garðmegin og allsstaðar eru lausar girðingar og þrengt að okkur úr ýmsum áttum, en öryggi barnanna er fyrir mestu og smá völundarhús er nú bara skemmtileg áskorun, hvar á ég að komast að skólanum í dag :)

EN eins og önnur meginregla Hjallastefnunnar, er varðar starfsfólk, kveður á um, þá veljum við að sýna jákvæðni, gleði og kærleika æfum okkur í raunverulegum krefjandi aðstæðum að æfa glaðan hug og bjartsýni með bros á vör.

Börnin láta þetta rask lítið trufla sig en hafa sum hver mikinn áhuga á framkvæmdunum og þetta er ákveðið nám hjá þeim eins og okkur kennurunum :)

Það eru að bætast við gámar í Eyrargötunni, einn verður fylltur af dóti sem við þurfum að geyma vegna framkvæmda í miðhúsinu, einn verður kaffistofan okkar og svo fáum við meira að segja wc gám svo við getum pissað og ..... alla daga, því hér eru góðar hægðir algerlega nauðsynlegar svo við getum brosað af alvöru.... hahaha.

Þið foreldrarnir hafið verið einstaklega róleg og yfirveguð í þessum oft á tíðum ruglingslegu aðstæðum og fyrir það erum við afar þakklát. Saman vinnum við okkur í gegn um þetta hægt og rólega skref fyrir skref og tökum hverri áskornun af hugrekki og seiglu.......við getum þetta alveg, það eru bara nokkrir mánuðir í viðbót ;)

Við förum í sumarfrí eftir næstu helgi,

LOKUM KLUKKAN 15:00 á föstudaginn n.k.

Bestustu bestu kveðjur frá okkur

glaða gengið á Eyrarskjóli

© 2016 - Karellen