Innskráning í Karellen
news

Gleðilegt sumarfrí.

03. 07. 2020


Kæru foreldrar.

Í dag síðasta dag fyrir sumarlokun fara allskonar hugsanir í gegnum hugann. Tilfinningar á borð við söknuð en síðast en ekki síst gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur og börnunum ykkar. Þakklæti til þeirra sem eru að kveðja og einnig til þeirra sem verða áfram hjá okkur næstkomandi starfsár.

Við kveðjum börnin okkar sem fara á Tanga, þau sem eru að flytja búferlum og foreldrana þeirra dýrmætu með miklu þakklæti í huga.

Síðastliðið starfsár hefur verið á margan hátt dálítil áskorun. Áskorun er snýr að framkvæmdum hér við skólann, veðráttuna um tíma og svo C-19. Þrátt fyrir fyrrnefnt hefur starfið gengið vel, er það ekki síst ykkur, börnunum ykkar, kennurum og starfsfólki skólans sem eru einstakir Eyrarskjólinu okkar að þakka.

Foreldrakönnun sem gerð var í lok nóvember 2019 hafði að geyma 26 fallegar orðsendingar og hvatningu til okkar kennara skólans, hjartans þakkir fyrir það elsku þið.

Við finnum fyrir því að hafa ekki geta átt samverustund með ykkur kæru foreldrar elstu barnanna okkar. Gátum ekki hitt ykkur í eigin persónu faðmað og hvatt. Við sendum ykkur í huganum faðmlag og hugurinn er einnig fullur af ljúfum hugsunum og þakklæri ykkur til handa.

Við óskum ykkur öllum kæru foreldrar og börnunum ykkar gæfu, velfarnaðar og þökkum ykkur enn og aftur fyrir það traust sem þið sýnið okkur hér á Eyrskjóli fyrir dýrmætustu eign ykkar.

Allar fallegu gjafirnar og kaffimeðlætið á kaffistofuna takk fyrir þetta allt, við erum auðmjúk yfir þessu öllu.

Við lokum í dag kl. 14:00 og opnum aftur 4. ágúst kl. 10:00

Fyrir hönd kennara og starfsfólks Eyrarskjóls Guja og Ingibjörg

Gleðilegt sumarfrí.

© 2016 - Karellen