Innskráning í Karellen
news

Lota 3: Samskipti

25. 10. 2017

Samskiptalota

  • Samskiptalotan er annað stig félagsþjálfunar og fer fram í nóvember - desember.
  • Lykilhugtök eru: umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni, samstaða.
  • Uppskeruvikan er samstöðuvika.

Í þessari lotu eru samvinnuverkefni af ýmsu tagi efst á baugi. Tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinnan í kynjablönduninni og samvinna milli eldri og yngri kjarna. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd, nemendum kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun, enda má segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni. Hér er kjörið að fara í verkefni s.s. um fjölmenningu og fjölbreytt þjóðerni, ólík sambúðarform fólks, fötlun og fleira sem skapar sérstöðu frá heildinni. Hér er einnig kjörið að kjarni og skóli rétti öðrum hjálparhönd á skipulagðan hátt s.s. með heimsóknum á sjúkrahús og elliheimili, sjálfboðastarfi fyrir Rauða krossinn eða heimsæki smábarnaskóla og hjálpa litlu börnunum. Loks er mikilægt að vinna að verkefnum sem ýta undir samstöðu og samkennd kjarna eða skóla og skapa jákvætt hópstolt.

© 2016 - Karellen