Innskráning í Karellen
news

Nýtt hlaðvarp Hjallastefnunnar.

14. 05. 2020

Kæru foreldrar.

Hjallastefnan heima er nýtt hlaðvarpi í boði Hjallastefnunnar og er ætlað að vera stuðningur við barnafjölskyldur og gera fjölskyldulífið og uppeldið enn ánægjulegra.

Þar sem ég er ekki með aðgang FB síðunni ykkar langar mig að benda ykkur á svo fallegt efni á FB síður Hjallastefnunnar https://www. facebook.com/hjallastefnan/ þar er þessi nýjung kynnt og er kominn út á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum og heitir Kærleiksríkur agi;

Hvernig tökumst við á við erfiðar aðstæður líkt og að kveðja börnin okkar í leikskólanum, búðarferðir, svefntímann og matarvenjur. Sigrún Gyða Matthíasdóttir leikskólastýra á Akri sem er þroskaþjálfi og leikskólakennari að mennt, ræðir lykilþættina í kærleiksríkum aga- og hegðunarkennslu.

Í fyrsta hlaðvarpsþætti Hjallastefnunnar fræddi Jensína Edda Hermannsdóttir um mikilvægi röð, reglu og rútínu og hvernig hægt sé að nýta hugmyndafræði Hjallastefnustefnunnar heima fyrir. Jensína er Hjallastefnuvinkona með 24 ára Hjallastefnu starfsreynslu.

Í þættinum deilir hún allskyns fróðleik og heillandi skilaboðum til foreldra.

Vona að þið hafið gaman af, með kveðju til ykkar.

Guja


© 2016 - Karellen