news

Opnum aftur á hluta mánudaginn 4. maí.

29. 04. 2020

Kæru foreldrar.

Við opnum skólann mánudaginn 4. maí að hluta.

Á Gula og Græna kjarna mæta öll börn því við erum flutt yfir í miðhúsið sem var verið að gera upp og með mikið pláss. Eflaust erum við að fara í aðlögun með þeim sem hafa ekki mætt og líka að byrja á nýjum kjarna.

Blái og Rauði vinna þessa viku 4. til 8. maí eins og síðasta daginn fyrir lokun það er helmingur barnanna á kjarnanum og tveir kennarar. Þetta verðum við að gera út af fjölda barnanna á þessum kjörnum meðan málin eru að skýrast enn frekar.

Forgangsbörnin munu mæta alla dag ef þörf er á og bið ég foreldra þeirra að sækja um fyrir næstu viku.

Kjarnastjórarnir á Gula, Græna, Bláa og Rauða þær Dagný, María, Selma og Tinna munu senda pósta á morgun fimmtudaginn 30. apríl kæru foreldrar með frekari upplýsingum

Gangi okkur vel, kveðja Guja og Ingibjörg

© 2016 - Karellen