news

Staða varðandi C19

05. 10. 2020

Kæru foreldrar.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu varðandi Covid-19, viljum við sem ávallt sýna ábyrgð og því höfum við ákveðið að næstu tvær vikur munum við hólfa skólann niður til að skapa meira öryggi fyrir okkur öll.

Það sem þetta getur haft áhrif á er ef afleysingar þurfa að koma til. Þá er ekki hægt að leysa málin með því að krossa milli hólfa. Sem gæti þýtt skerta þjónustu til ykkar. En við erum bjartsýn og trúum því að allt gangi vel áfram hjá okkur.

Höfum í huga að ef það kemur upp smit þá spyr smitrakningateymið;

1. Hvað varstu nálægt viðkomandi? ( viðmiðið 1 meter )

2. Hvað varstu lengi með viðkomandi? ( viðmiðið í dag er 10 mín )

HANDSPRITT Í GANGINUM.

Við ítrekum þá beiðni okkar að þið sprittið ykkur við komu, við erum með mjög fína sprittstanda í ganginum.

ÞEGAR KOMIÐ ER MEÐ BARN OG ÞAÐ SÓTT.

Eins og staðan er núna biðjum við ykkur um að gera allt sem þið getið til að koma sjálf með börnin og sækja þau.

Þetta er mjög mikilvægt að foreldrar séu þeir sem hafa samskipti við skólann.

Ef þið eruð í þeim aðstæðum að þurfa aðstoð fjölskyldu við að koma með barnið og eða sækja það, þá er mjög mikilvægt að viðkomandi þekki allar reglur og viti á hvaða kjarna og hvar sá kjarni er sem barnið er sótt á.

FATAKLEFINN.

Hafa komu með barni þannig að lágmarka viðveruna, ekki stoppa í fataklefa í spjalli, tökum það út núna. Börn á Eldri kjörnum þvo hendur við komu. Kennarar á Yngri kjörnum sjá um það með börnunum.

HEILSA BARNA.

Við höldum áfram að æfa okkur í því að börn séu heil heilsu í skólanum. Hér er með nýr bæklingur sem heitir Gátlisti um heilsufar barna. Þetta er alltaf viðkvæmt mál og miklvægt að það sé góð samvinna sem byggir á samtali og skilningi.

Það er mjög mikilvægt að við heyrum í ykkur, hvað ykkur liggur á hjarta í þessum málum. Það hjálpar ef við erum dugleg að stilla saman strengi. Það er mikilvægt fyrir okkur lágmarka allan umgang til okkar og við okkur.

Bækur og dót til að sýna vinum er ekki í boði um sinn, aðins lúllur sem börnin fara með í hvíld.

Með hjartans þakklæti og hlýjum kveðjum, fyrir hönd okkar allra, Guja

© 2016 - Karellen