Innskráning í Karellen
news

nýtt ár og ný lota

10. 01. 2017

Í upphafi nýrrar annar og nýs árs er við hæfi að líta björtum augum til framtíðar og byrja á því að æfa jákvætt lífsviðhorf. Fjórða lotan í námskrá Hjallastefnunnar kallast Jákvæðni og lykilhugtökin í þessari lotu eru bjartsýni, gleði, ákveðni og hreinskiptni. Vitaskuld er jákvæðni alltaf í fyrirrúmi í Hjallastefnuskólum en í þessari lotu er tækifæri til að formgera jákvæðnina með markvissum æfingum. Í lotunni vinnum við með jákvæð orð og jákvæðar setningar, við leikum leikrit um jákvæða og neikvæða hegðun til þess að börnin læri að skynja og skilja muninn og svo syngjum við gleðisöngva út í eitt. Jafnframt fjöllum við um bjartsýni og hvernig við getum æft og tileinkað okkur bjartsýni – bæði stórir og smáir. Samhliða þjálfuninni í að skilja hvað jákvæð afstaða til lífsins þýðir, vinnum við verkefni sem þjálfa börnin í að setja mörk fyrir sjálf sig, landamæri sem þau geta af ákveðni og elskulegheitum tjáð sig um.

myndir úr starfi og myndum

© 2016 - Karellen