news

Í vikunni sem leið 26 feb-3 mars

03. 03. 2017

Kæru foreldrar

Vikan byrjaði með bolludag þar sem allir mættu í sínu fínasta búningapússi, einnig var slegið upp balli, þar sem börn og kennarar dönsuðu saman. Eftir ballið var komið að því að slá köttinn úr tunnunni og ríkti mikil spenna á meðan á því stóð. Þetta var mikill gleðidagur eins og reyndar allir dagar eru hjá okkur.

Sprengidagur rann upp bjartur og skemmtilegur. Við borðuðum saltkjöt og baunir eins og vera ber og fræddumst um þennan dag.

Stafur vikunar er P og í næstu viku ætlum við að taka stafinn T fyrir.

Dagskipulag hefur breyst hjá okkur.

Kl 9:10- 10:15 Hópatími

Kl 10:30- 11:45 Valtími

Kl 12:00-12:30 Hádegismatur

Kl 12:30-13:30 Hópatími

Kl 13:30 - 14:15 Valtími

Kl 14:30-15.00 Kaffitími

Kæru foreldrar það væri gott að athuga körfunar hvort að það vanti aukaföt, einnig viljum minna á foreldraviðtöl á morgun Laugardag 4 mars.

Góða helgi kæru vinir.

Kveðjur, Ólöf, Bergþóra og Marzena.

© 2016 - Karellen