news

Vikan 13.03. - 17.03

17. 03. 2017

Kæru foreldrar

Þetta hefur verið frábær vika að venju og stúlkurnar okkar eru ólýsanlegir snillingar.

Við vorum duglegar að leika úti og inni, lærðum stafinn K, við fórum í jóga á miðvikudaginn og hlustuðum á margar sögur.

Í síðustu viku kom til okkar ný stelpa sem heitir Urður Ylfa. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Í næstu viku ætlum að læra um stafinn Ö og gera marga skemmtilega hluti.

Í mars tökum við Lotu sem heitir Áræðnilotan og "virkni" er lotulykill í næstu viku.

Við á Bláa kjarna sendum ykkur öllum gleðilega góða helgi.


Marzena, Ólöf og Bergþóra.

© 2016 - Karellen