news

Vikan 21- 25 nóv

25. 11. 2016

Kæru foreldrar.

Afahópur hefur verið í útiveru, farið í gönguferðir, æfingar í boltasal, könnunarleik og æfðum okkur að klæða okkur sjálf.

Kisuhópur hefur verið í útiveru, boltasal, myndlist, æft grófhreyfingar og framburð.

Bangsahópur hefur verið í boltasal, skemmtilegum leik í útiveru og könnunarleik.

Allir hópar hafa verið að hlusta á söguna Binni fer út í rigningu, æft stafina í Ipad í Georg appinu og lærum og leikum með hljóðin.

Í næstu viku ætlum við að syngja þessi lög:

-Klói kattarskrækur

-Hátt upp í fjöllunum þar búa tröllin

-Gráðug kerling

-Fimm mínútur í jól (er það brúða eða bíll, bók eða lest....)

-Nú skal segja

og við ætlum að hlusta á söguna "Pétur og úlfurinn".

Svo erum við farin að huga að jólaföndrinu og jólagjöfunum :)

Á föstudaginn 2 des ætlum við að skera út laufabrauð. Guja sendir ykkur nánar um það þegar nær dregur ;)

eigið góða helgi ;)

María, Magga og Sæunn :)

© 2016 - Karellen