news

Vikan 13. - 17. febrúar

17. 02. 2017

Sælir kæru foreldrar.

Skemmtileg vika að baki, við erum búin að læra Oo, fórum í jóga, hittum vinahópa, fórum í gönguferðir, hlustuðum á margar sögur, máluðum o.fl. Höfum verið að vinna með vináttuna í vinalotu sem senn er á enda. Veðrið hefur verið svo dásamlegt að við höfum tekið út hjólin og hjólað í garðinum. Í dag föstudag var svo bein útsending í boltasal frá tónleikum sinfóníuhljómsveitar Ísl. Hljómsveitin flutti tónlist við ævintýrin "Skrímslið litla systir mín" og "Gullbrá og birnirnir þrír" og með fylgdu fallegar teikningar úr ævintýrunum. Þetta var stórkostleg upplifun fyrir börnin.

Valgarður Jökull átti afmæli í vikunni og héldum við upp á það í gær fimmtudag. Hann er orðinn 4 ára og óskum við honum innilega til hamingju.

Góða helgi kæru vinir, Selma, Kaja og Björk

© 2016 - Karellen