Stjórn foreldrafélagsins


Foreldrar / forráðamenn eru minntir á og hvattir til að greiða félagsgjöld foreldrafélagsins. Greiðsuseðlar eru sendir út tvisvar á ári. Heimtur voru ekki sérlega góðar þegar síðasti seðill var sendur út. Ragnhildur gjaldkeri veitir nánari upplýsingar til þeirra sem vilja greiða fyrri seðil. Ekki er skylda að greiða þetta gjald en augljóst má vera að félagið á auðveldara með að ná markmiðum sínum með sterkari fjárhag. Við bendum einnig á að skólafötin eru niðurgreidd til allra. Auk þess er hefð fyrir því að félagið bjóði elstu börnunum í útskriftarferð í Vigur að vori.

Allar góðar hugmyndir til stjórnar um starfsemi eða viðburði á vegum félagsins eru vel þegnar. Að lokum minnum við á vefsvæði foreldrafélagsins á heimasíðu Eyrarskjóls: http://www.leikskolinn.is/eyrarskjol/

Með von um gleðilegan vetur,

Stjórnin.


© 2016 - Karellen