Innskráning í Karellen
staff
Andrea Ósk Óskarsdóttir
Hópstýra
Græni kjarni
Andrea Ósk hefur unnið í Eyrarskjóli frá desember 2021 í afleysingum, var hópstýra á Græna Kjarna í hálft ár og svo hópstýra á Rauða kjarna og núna á græna kjarna aftur. Andrea er opin, hress og skemmtileg. Hún er án efa einn af stuðboltunum í starfsmannahópnum.
staff
Ayah Al Bdaiwi
Hópstýra/kjarnastjóri
Guli Kjarni
Ayah er frá Sýrlandi og hefur unnið í Eyrarskjóli frá janúar 2021 fyrst með námi, er stútent frá MÍ 2021 og svo hópstýra á Gula kjarna frá 15. ágúst 2021 og er núna kjarnastjóri á móti Caroline á Gula Kjarna. Ayah er ákveðin, klár og umhyggjusöm.
staff
Björk Helgadóttir
Stuðningur/söngstýra
Rauði kjarni
Björk byrjaði að vinna í Eyrarskjóli15.06.2012 og hefur unnið þar síðan, fyrst á Bláa kjarna , svo á Rauða kjarna, auk þess sem hún fer núna með söng- texta og sögustundir á eldri kjörnunum, Björk spilar á gítar og er dugleg að kynna ný og fjölbreytt lög fyrir vinum sínum og eru söng- og sögustundir mjög fjölbreyttar og skemmtilegar hjá henni. Þetta er liður í málörvunaráætlun hjá okkur.
staff
Carmen Kristín Vignisdóttir
Afleysing/hópstjóri
Hvítikjarni
Carmen byrjaði að vinna á Eyrarskjóli í Mars 2023 og var í afleysingum fram til júní. Hún byrjaði svo aftur hjá okkur í febrúar 2024, byrjar í afleysingum og verður svo hópstjóri á Hvíta Kjarna. Öll börn laðast að Carmen, hún er alltaf með bros á vör, róleg og blíð við alla.
staff
Caroline Rós Jóhannesdóttir
Kjarnastjóri & stuðningur
Guli Kjarni
Caroline hefur unnið sem hópstjóri á gula kjarna síðan hún hóf störf hjá okkur 2022. Núna vinnur hún sem Stuðningur og Kjarnastjóri á móti Ayah á Gula Kjarna. Caroline hefur dásamlega nærveru, með ótrúlega gott jafnarðargeð og áhuga á starfinu sínu og erum við heppin að hafa fengið hana í okkar hóp. Caroline er einnig að læra leikskólakennarann samhliða vinnunni.
staff
Dagur Elí Ragnarsson
Hópstjóri
Rauði kjarni
Dagur Elí byrjaði að vinna hjá okkur í janúar 2024, hann hefur unnið í Dægradvöl á Ísafirði og vorum mjög glöð á bæta honum í teymið okkar. Dagur rólegur og yfirvegaður, tekur öllum aðstæðum með stökustu ró og frábær með börnunum. Hann er að vinna sem hópstjóri á Rauða Kjarna.
staff
Daníel Wale Adeleye
Hópstjóri
Blái kjarni
Daníel hóf störf á Græna kjarna í byrjun febrúar 2022. Hann hefur verið sem stuðningur og hópstjóri á Bláa kjarna í vetur ásamt því að spila handbolta með Herði. Daníel er frábær með krökkunum, það ríkir alltaf gleði í kringum hann en á sama tíma ró og yfirvegun.
staff
Elena Lamelas Perez
Hópstjóri
Hvítikjarni
Elena byrjaði að vinna hjá okkur í Október 2023. Hún hefur unnið mikið með hestum, m.a. á Þingeyri. Hún er frá Spáni og er að læra Íslensku. Hún er einstaklega hlý og umhyggjusöm, fullkominn starfsmaður fyrir litlu krúttin okkar á Hvíta kjarna.
staff
Elín Ólöf Sveinsdóttir
Hópstjóri
Guli Kjarni
Elín byrjaði að vinna hjá okkur í Ágúst 2023 á Gula kjarna. Elín er alveg einstaklega róleg og yfirveguð, hún nær vel til barnanna og er frábær starfskraftur.
staff
Embla Kleópatra Atladóttir
Afleysing
Hvítikjarni, Guli Kjarni, Græni kjarni, Rauði kjarni, Blái kjarni
Embla byrjaði að vinna hjá okkur í 2022 í afleysingum og skilastöðu. Hún er að læra í Menntaskólanum á Ísafirði og flakkar hún á milli kjarna en er mest inn á Hvíta og Græna Kjarna. Öll börn elska Emblu, Hún er hlý og skemmtileg og höfum við notið þess að sjá hana þroskast og styrkjast sem kennari hjá okkur.
staff
Francesca Forconi
Hópstjóri í þjálfun
Græni kjarni
Francesca byrjaði hjá okkur í janúar 2024. Hún var að vinna hjá Saltverk ásamt manninum sínum áður en hún fluttist til Ísafjarðar í haust ásamt barni þeirra. Hún er frá Ítalíu og er búin að vera að læra íslensku. Hún leggur sig mikið fram við að læra málið, er mjög dugleg að æfa sig að tala íslensku en hún talar auðvitað ensku líka. Francesca er að vinna á Græna kjarna, það er henni áberandi eðlislegt að vinna með börnum, hress, skemmtileg, blíð og þolinmóð.
staff
Guðrún Dagbjört Sigurðardóttir
Afleysing
Græni kjarni
Guðrún Dagbjört byrjaði að vinna hjá okkur 2022 í afleysingum og skilastöðu. Hún er aðalega að vinna á græna kjarna í vetur ásamt því að stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði. Guðrún er dóttir Ólafar Gísla á Bláa kjarna og hefur hún því ekki langt að sækja hæfileikana sem þarf til að vinna með börnum. Hún er hörku dugleg, barngóð og krökkunum finnst hún æði. Ekki láta hana blekkja ykkur, hún kann alveg að setja börnum mörk og lætur ekki vaða yfir sig. ;)
staff
Hanaa Hasan Nfawa Al Saedi
Matráð
staff
Hanin Murtadha Kamil Al Saedi
Hópstjóri
Hvítikjarni
Hanin er að vinna hjá okkur tímabundið í vetur en hún var áður að vinna í búsetuþjónustu hjá Ísafirði. Hún er hörkudugleg, barngóð og við höfum notið þess að hafa hana hjá okkur.
staff
Hugrún Júlía Gunnarsdóttir
Hópstjóri
Hvítikjarni
Hugrún byrjaði að vinna hjá okkur í byrjun árs 2023 í hlutastarfi. Hún hefur unnið á öðrum leikskólum í Reykjavík en heppnin var með okkur þegar hún elti kærastann vestur og hún kom að vinna hjá okkur. Hún byrjaði á Gula kjarna og færðist svo yfir á Hvíta núna í haust 2023 þar sem hún vinnur með yngstu börnunum okkar, sem á vel við hana. Hugrún er bæði skemmtileg og blíð, sterk ung kona sem hefur dafnað hjá okkur.
staff
Ingibjörg Einarsdóttir
Leikskólastýra
Ingibjörg hefur unnið í áratugi í leikskóla. Bakkaskjóli í Hnífsdal 2008 - 2010, Sólborg og Tanga á Ísafirði, Hraunborg í Borgarbyggð, Velli í Reykjanesbæ og Tjarnási Hafnafirði. B.ed. leyfisbréf í leikskólakennarafræðum 2007 og Uppeldis og menntunnarfræði diploma 2020 Ingibjörg hóf fyrst störf í Eyrarskjóli 1986 og kom svo og fór með stuttum stoppum í öðrum leikskólum. Kom alkomin í Eyrarskjól í ágúst 2018 og hóf þá stöf sem aðstoðar og sérkennslutýra. Ingibjörg sér um að halda utan um sérkennslu skólans og sinnir einnig verkum sem aðstoðarleikskólastjóri. Skólaárið 2022 - 2023 leysti Ingibjörg leikskólastýru af Sumarið 2023 tók hún við sem leikskólastýra
staff
Júlía Ósk Bjarnadóttir
Kjarnastýra
Guli Kjarni
Júlía er kjarnastýra á Gula kjarna, hóf störf í Eyrarskjóli í janúar 2021 og vann í Grænagarðiá Flateyri áður en hún kom í Eyrarskjól.
staff
Karitas Ása Halldórsdóttir
Hópstýra
Blái kjarni
Karitas Ása hefur unnið í leikskólum í áratugi, fyrst á Bakkaskóli í Hnífsdal og svo í leikskólanum Sólborg Ísafirði frá1988 - 2015. Kom í Eyrarskjól 13. ágúst 2015 og hefur unnið bæði á Rauða og Bláa kjarna.
staff
Marta Sif Ólafsdóttir
Skólafreyja með stjórnun
staff
Nora Christina Haenle
Afleysingar
Hvítikjarni, Guli Kjarni, Græni kjarni, Rauði kjarni
staff
Olga Sif Guðmundsdóttir
hópstjóri
Hvítikjarni
Olga er með kennsluréttindi á meistarastigi frá 2011 og hefur unnið í Eyrarskjóli frá júlí 2018, hún hefur unnið ýmis störf í skólanum, sem stuðningur, kjarnastýra og er nú hópstýra á Rauða kjarna.
staff
Ólöf Gísladóttir
Kjarnastjóri
Blái kjarni
Ólöf hefur unnið í Eyrarskjóli frá september 1990 sem hópstýra og hefur náð að vera á öllum kjörnum í gegnum árin.
staff
Ólöf Sigrún Bergmannsdóttir
Sérkennsla
Ólöf sinnir sérkennslu með börnum sem þurfa talþjálfun í samstarfi við sérkennslustýru.
staff
Pétur Guðni Einarsson
Hópstjóri
Guli Kjarni, Græni kjarni
staff
Rakel María Björnsdóttir
hópstjóri
Guli Kjarni
Hópstjóri á gula Kjarna.
staff
Regína Huld Guðbjarnadóttir
Kjarnastjóri
Græni kjarni
Regína Huld er hress og kát hárgreiðslukona sem ákvað að sölsa um og koma í annað verulega skemmtilegt starf hér í Eyrarskjóli
staff
Ruaa Al Bdiwi
Hópstýra
Rauði kjarni, Blái kjarni
Ruaa kemur frá Sýrlandi og hefur unnið í Eyrarskjóli frá ágúst 2020.
staff
Selma Sigurrós Guðbjartsdóttir
Hópstjóri
Græni kjarni
Selma hefur unnið í Eyrarskjóli frá október 1993 og er leikskólaliði frá 2016. Hún hefur unnið lengst af sem kjarnastýra á Rauðakjarna.
staff
Sigurborg Rakel Vilhjálmsdóttir
Stuðningur
Rauði kjarni
Rakel er hópstýra á Rauða kjarna og er 50% stuðningur með vin. Hún er nú í fæðingarorlofi með litla fallega Villa sínum. Haust 2023. Rakel er nú aftur komin til starfa og er nú stuðningur með litla vinkonu :)
staff
Steinunn Aldís Einarsdóttir
Stuðningur við kjarna
Blái kjarni
Steinunn er leikskólakennari með leyfisbréf frá 2008 og hefur í gegnum tíðina unnið víða í leikskólum og meðal annars starfaði hún sem leikskólastýra í Súðavík og leikskólakennari í Sólborg hér á Ísafirði, leikskólanum Heklukoti á Hellu og Grænagarði á Flateyri
staff
Svana Kristín Guðbjartsdóttir
Sérkennslustjóri
Svana Kristín er Þroskaþjálfi frá HÍ 2018. Var yfirþroskaþjálfi Grunnskóla Bolungavíkur 2017 - 2020 og yfirþroskaþjálfi og stuðningur í Eyrarskjóli frá ágúst 2020.
staff
Tanja Björk Ómarsdóttir
Kjarnastjóri
Hvítikjarni
Tanja er hópstýra á Hvíta kjarna en vann áður í fimm ára deild í Tanga hér á Ísafirði frá 2016 - 2018. Kom í Eyrarskjól júní 2018.
staff
Tanja Rós Elísdóttir
Hópstjóri
Hvítikjarni
staff
Tatjana Snót Brynjólfsdóttir
Kjarnastjóri
Rauði kjarni
Tanja Snót vann hjá okkur frá haustinu 2019 fram á haust 2021 þá fór hún til náms. Hún er nú aftur að hefja störf hjá okkur með námi í desember 2022.
staff
Wansika Yamchumporn
Aðstoð í eldhúsi
© 2016 - Karellen