Innskráning í Karellen
news

Vond veðurspá í fyrramálið 7. febrúar

06. 02. 2022

Kæru fjölskyldur.

Vegna slæmrar veðurspár í fyrramálið 7. febrúar biðjum við ykkur að fylgjast vel með veðurspá og færð í fyrramálið og fara ekki af stað nema vera örugg um að það sé fært.

Skólinn verður opinn fyrir neyðarþjónustu ef spáin fer eftir því sem horfir nú í kvöld og munu kennarar sem búa næst skólanum mæta til að mæta þeirri þörf.

Ef um manneklu verður vegna veðurs og ófærðar er ekki víst að börn sem mæta verði á sínum kjara, en allar dyr skólans við Eyrargötuna verða opnar þannig að þið hafið aðgang að fataklefunum barnanna ykkar og það verður kennari sem tekur á móti börnunum.

Hlýjar kveðjur til ykkar

© 2016 - Karellen