Innskráning í Karellen

Rauðikjarni

Kjarnastýra: Selma Guðbjartsdóttir

Rauðikjarni er drengjakjarni og þar eru ljúfir og kátir þriggja og hálfs til fimm ára drengir. Stóran hluta úr degi er drengjunum skipt í 4 hópa Þ-hóp, Æ-hóp, Ö-hóp og Á-hóp og á hver hópur sinn fasta kennara allan veturinn. Í hópunum vinna drengirnir skemmtileg verkefni með kennurunum sínum og æfa sig til dæmis í framkomu, umhyggju, samskiptum, kjarki, myndmennt, umhverfismennt, vísindum og ótal mörgu öðru.

Daglega hittir hver hópur á Rauðakjarna vinahópinn sinn og jafnaldra, stúlkurnar á Bláakjarna

32956-webservice-5de80f291f9bc.jpg

Á þessum kjarna eru frískir drengir sem hafa gaman af útiveru, kjarkæfingum og raunveruleika tengdum verkefnum. Hér eru líka allir mjög góðir vinir og æfa sig reglulega í samskiptum, framkomu, hegðun og nálægð.

VIÐ ERUM FRÁBÆR !


© 2016 - Karellen