Innskráning í Karellen


Allir í sama liði í skólafötum Hjallastefnunnar

Skólafataviðmið í Eyrarskjóli

Þumalputtaregla:

Við í Eyrarskjóli erum stoltur Hjallastefnuskóli og eru okkar stórkostlegu skólaföt mikilvægur þáttur í jafnréttiskennslu, hér erum við öll í sama liði. Við viljum alltaf að börnin séu í skólafötum, og/eða fötum sem passa við skólafötin og draga ekki athygli að sér, við viljum að athyglin sé á börnunum. Skólafatakaup eiga ekki að vera íþyngjandi fyrir foreldra og erum við ávallt tilbúin að aðstoða með bros á vör ef þörf er á.

Kennarar fara eftir þessum viðmiðum varðandi skólaföt:

 1. Við reynum að eiga ávallt skólaboli til að lána, það er mikilvægt að skila þeim mjög fljótlega aftur hreinum ef barnið þitt þarf að fá bol að láni ☺

 2. Önnur föt (buxur, sokkabuxur, leggjabuxur, bolur innanundir skólabol) eru í boði ef eftirfarandi er framfylgt:

  1. Barnið er í skólabol.

  2. Þau er í sama lit og skólaföt bjóða upp á (rauður og blár).

  3. Þau eru í svörtum, hvítum eða gráum litatón (grayscale).

  4. Peysur og annar útivistarfatnaður er geymdur í hólfi, Hjallastefnu peysur eru þó einnig í boði inni ef ekki hlýst truflun af.

  5. Þessi viðmið eiga einnig við um aukaföt í hólfi.

 3. Sokkar: Þar má sköpunargáfan ráða ríkjum. Sokkabuxur lúta sömu viðmiðum og buxur.

 4. Föt með einhverskonar fígúrum, áberandi merkjum eða athyglisgrípandi litum eru afþökkuð. Einnig eru afþökkuð marglit föt eða föt með skrauti eða öðru sem stríðir gegn markmiðum þessara reglna, að athyglin sé á börnunum en ekki fötunum þeirra. Kennarar munu aðstoða foreldra og börn og lána með bros á vör skólabol (ef við eigum í húsi aukaboli).

 5. Nýjung í Eyrarskjóli: (Hugmynd fengin að láni frá vinum og vinkonum í öðrum Hjallastefnuleikskóla) Afmælisbörnum er frjálst að koma í þeim fötum sem þau vilja og höldum við veislu í húsi þeim til heiðurs. Þetta getur hjálpað bæði í leikskólanum og heima þegar börnin vilja koma í einhverju öðru en skólafötum að benda á að það eigi ekki afmæli í dag, það geti mætt í þessu þegar það á afmæli o.s.frv. Við tökum þessari hugmynd fagnandi.

Hér er Vefverslun Hjallastefnunnar

© 2016 - Karellen