Leikskólinn Eyrarskjól opnaði formlega 11. september 1985 og formlegt leikskólastarf hófst 17. september. Í fyrstu var ein dagheimilisdeild og tvær leikskóladeildir. Skólastarfið hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og þróast eftir stefnum og straumum eins og gengur. Við höfum unnið eftir Hjallastefnunni síðan í ágúst 2003 og nýtum okkur alla þætti úr þeirri námskrá auk þess að vinna eftir aðalnámskrá leikskóla, með sérstaka áherslu á markvissa málörvun og stærðfræði. Við leggjum líka mikið upp úr hreyfingu og hollu fæði.

Hjallastefnan efh. og Ísafjarðarbær gerðu með sér rekstrarsamning vorið 2014 og tók Hjallastefnan formlega við

Í dag tölum við um kjarna í stað deilda, við erum með Rauða og Bláa kjarna þar sem elstu börnin eru, stúlkur og drengir. Á Rauða eru drengir og á Bláa eru stúlkur á 4 - 5 ára. Á Græna kjarna eru stúlkur 2-3 ára, á Gula drengir. Á Hvíta kjarna eru drengir og stúlkur 1 - 2 ára.

Sérkennslumál skólans eru í höndum Ísafjarðarbæjar og er tengiliður Eyrarskjóls við sveitafélagið Guðrún Birgisdóttir leikskólafulltrúi þess.© 2016 - Karellen