Innskráning í Karellen

Í foreldraráði eiga sæti þrír fulltrúar foreldra. Fulltrúar í foreldraráð eru kostnir til eins árs í senn. Æskilegt er að kjósa einnig allt að þrjá varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum og tilnenfir formann, ritara og meðstjórnendur. Í foreldraráði Eyrarskóls eru Sigríður Gísladóttir formaður, Magni Hreinn Jónsson og Erla Sighvatsdóttir meðstjórnendur.

Reglur foreldraráðs.

  • Kjósa skal í foreldraráð í september ár hvert
  • Þrír fulltrúar foreldra eru í fo reldraráði
  • Einn fulltrúi situr áfram í 2 ár
  • Foreldraráð fundar 2x á ári með stjórnendum skólans

Foreldraráð er lögboðinn vetvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innihald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Í leikskólanum starfar eitt foreldraráð. Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags.

Hlutverk foreldraráðs.

  • Fjallar um og gefur umsögn til leikskólans og skólanenfdar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið
  • Fylgjast með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum
  • Kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og skólanenfdar
  • Starfa með skólastjóra að hagsmunum barnanna og leikskólans

Verkefni foreldraráðs

  • Einn fulltrúi frá leikskólum sveitafélagsins situr fræðslunefndarfundi og kemur þar sjónarmiðum foreldra á framfæri auk þess að leggja fram tillögur ef við á.
  • Situr fundi með foreldrafélagi og skólastjórnendum um skólastarfið og áætlanir því tengdu.
  • Fer yfir skólanámskrá og aðrar áætlanir skólans og útbýr umsagnir um þær
  • Taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum skólanefndar sem fulltrúar foreldra
© 2016 - Karellen