Innskráning í Karellen
news

Hertar reglur il 17. nóvembar

02. 11. 2020

Kæru foreldrr og forráðamenn.

Ný reglugerð hefur um skólahald hefur tekið gildi til 17. nóvemner. 3. greið hennar tekur á leikskólanum og er hún hér fyrir neðan.

Kveðja Guja

3. gr. Leikskólar. Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun skal starfsfólk nota andlitsgrímur. Ekki skulu vera fleiri en 10 fullorðnir einstaklingar í hverju rými. Ekki skulu vera fleiri en 50 leikskólabörn í hverju rými. Nálægðartakmörkun tekur ekki til barna á leikskólaaldri. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Viðvera foreldra sem dvelja inni á leikskóla vegna aðlögunar skal skipulögð þannig að þeir þurfi ekki að nota hreinlætis- eða mataraðstöðu í byggingunni og skulu þeir gæta að minnst 2 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli sem og gagnvart starfsfólki. Aðeins eitt foreldri fylgi barni í aðlögun og skal það vera sama foreldrið sem fylgir barninu allt aðlögunartímabilið. Stjórnendum leikskóla er heimilt að krefja foreldra um að nota andlitsgrímur. Aðrir en starfsmenn sem koma inn á leikskóla, svo sem starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga og vegna vöruflutninga, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur. Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt. Á þetta við um starf sem fer fram innan og utan leikskóla.


© 2016 - Karellen