Innskráning í Karellen
news

Hvað erum við að bralla næstu daga?

12. 12. 2018

Við erum að reyna að halda stressi í lágmarki hjá okkur í desember. Það er gjarnan mikið áreyti þennan mánuð í þjóðfélaginu og börnin ættu að fá að vera í skjóli frá því á sínum vinnustað. Af því að of mikið annríki og spenna er þeim ekki til ánægju heldur verða þau vansæl.

Þau hafa búið til jólagjafir til að gefa foreldrum sínum af því að það er gott að æfa sig í því að sælla er að gefa en þiggja.

Einnig hafa þau fengið boð um að fara í heimsókn í kaffihús þar sem þau hafa fengið kakó með rjóma og súkkulaði ásamt piparkökum......."veistu, það var svoooo gott" sagði einn drengur við mig í morgun.

Þau hafa verið að æfa skemmtileg og falleg jólalög sem hljóma hér um skólann, hvað er fegurra en barnsraddir sem syngja af innlifun?

Á föstudaginn 14. desember n.k. klukkan 8:45 hefst okkar jólagleðidagur:

þá koma nemendur úr tónlistarskólanum og flytja fyrir okkur nokkur jólalög; gott er að börnin séu mætt tímanlega fyrir það svo að þið séuð ekki að trufla þá stund með rápi ;)

Við fáum svo jólamat í hádeginu og borðum m.a. laufabrauðið sem börnin skáru út um daginn (með smá hjálp frá foreldrum eða kennurum).

Klukkan 14:00 fáum við hinn stórkostlega Einar Mikael töframann í heimsókn og vitum við að hann mun halda börnunum við efnið á sinn einstaka lágstemmda hátt.

Þau börn sem eru með vistunartíma eftir klukkan 8:45 og/eða um eða fyrir klukkan 14:00 eru að sjálfsögðu velkomin á þessar stundir með okkur :)

Bestu kveðjur

frá okkur öllum í Eyrarskjóli

Myndaniðurstaða fyrir jólasveinar




© 2016 - Karellen