news

Mikilvægi samstarfs foreldra og kennara

24. 04. 2019

Elsku foreldrar

Á starfsdeginum fyrir páska, byrjuðum við á starfsmannafundi, fengum svo góðan fyrirlestur frá Báru Kolbrúnu Gylfadóttur, sem starfar sem sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Bára Kolbrún er menntaður atferlisfræðingur og sálfræðingur. Hún var með fyrirlestur um náttúrulega kennslu (incidental teaching), sem byggir á áhuga og frumkvæði barnsins, á sér stað í náttúrulegu umhverfi barnsins (leikskólanum, heimili o.s.frv.). – Kennsla sem á sér stað í hversdagsleikanum. Það gladdi okkur mikið á miðvikudaginn fyrir páska, þegar hér komu tvær vaskar mæður hlaðnar kræsingum fyrir okkur kennarana í Eyrarskjóli. Þær voru/eru fulltrúar foreldra við leikskólann og eru í stjórn foreldrafélagsins.

Það var auðvitað dásamlegt að fá svona kræsingar á kaffistofuna á starfsdeginum,

En Það sem gladdi okkur mest við þessa fallegu sendingu frá foreldrafélaginu, var einfaldlega það að þið foreldrar skuluð hugsa fallega til okkar. Það skiptir okkur mjög miklu máli að vita af því!

Takk fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar, því dýrmætasta sem þið eigið, það er ekki sjálfsagt en við viljum svo sannarlega hafa ástríðu fyrir starfinu með þeim og eiga gott samstarf við ykkur. Þannig líður mikilvægasta fólkinu best, börnunum sem eru nafli alheimsins þegar allt kemur til alls :)

Bestu kveðjur

fyrir hönd starfsfólksins

Ingibjörg


© 2016 - Karellen