news

Slæm veðurspá 13. janúar

12. 01. 2020

Kæru foreldrar.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sett viðvörun á FB síðu sína vegna morgundagsins 13. janúar og biðjum við ykkur kæru foreldrar að fylgjast með fréttum þess efnis.

Lögreglan.

"Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á veðurspá Veðurstofu Íslands, fyrir mánudaginn 13. janúar og í raun þriðjudaginn 14. janúar nk. Eins og veðurspáin sýnir verður ekkert ferðaveður á morgun og í raun ekki heldur á þriðjudaginn, a.m.k. á norðanverðum Vestfjörðum.

Útlit er fyrir að örðugt verði að halda vegum milli þéttbýlisstaða opnum í þessum aðstæðum og erfitt verður að komast milli staða í þéttbýlinu, ef veðurspáin gengur eftir.

Hvatt er til þess að fylgst sé reglulega með veðurspá og eins að skoða upplýsingar á vef Vegagerðarinnar og einnig má fá upplýsingar í símanúmerið 1777."

Kær kveðja Guja

© 2016 - Karellen