Innskráning í Karellen
news

Slæm veðurspá fyrir 14. febrúar

13. 02. 2020

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Fyrir morgundaginn er afar slæm veðurspá og biðjum við ykkur að fylgjast vel með hvernig henni fram vindur.

Skólinn verður opinn og við munum mæta svo framarlega að það verði fært vegna veðurs og ófærðar. Ef spáin fer eftir viljum við í mikilli vinsemd biðja ykkur að hafa börnin ykkar heima ef þið hafið tök á.

Grunnskólinn er í vetrarfríi og Menntaskólinn hefur aflýst kennslu á morgun og verða þær stofnanir lokaðar. Leikskólarnir eru einu skólarnir sem verða opnir hér á Eyrinni.

Við munum taka stöðuna snemma í fyrramálið og senda tölvupóst ef breytingar verða á varðandi veður og færð sem gæti leitt til þess að skólahald falli niður af þeim sökum.

Endilega deilið þessu inn á FB síðu skólans til að það nái til sem flestra foreldra og forráðamanna barnanna okkar á Eyrarskjóli.

Með kærri kveðju Guja

© 2016 - Karellen