Innskráning í Karellen
news

Umsóknir á undanþágu fyrir vistun

19. 03. 2020

Kæru foreldrar.

Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir hvað þið sýnið okkur mikið traust. Þið megið vita að það er ykkur að þakka hvað allt gengur vel hér í skólanum.

Vil minna ykkur á að að koma með börnin og sækja þau á þeim tíma sem búið er að úthluta ykkur að morgni og í lok dags.

Eins og staðan er á Eyrarsskjóli núna erum við enn vinna eftir planinu sem gert var sl. mánudag 16. mars og geta foreldrar komið með börn sín hingað alla daga. Þökk sé húsnæðnu okkar.

Hér í skólanum eru börn sem eiga foreldra er gætu/ eða þurfa að sækja um forgang á lengri vistun vegna starfa sinna ef röskun verður á því plani sem við eru með í dag. Það er ef verður að minnka vistun frá því sem er í dag.

Viljum við því biðja foreldrar sem mögulega þurfa að sækja um í forgang að gera það á www.island.is og ég vil ítreka fyrir foreldrum/forráðamönnum að í forgangshópi er einungis um neyðarúrræði að ræða við umsókn.

Einnig eru upplýsingar hér er varða umsóknarferlið; https://www.samband.is/um-okkur/upplysingasida-vegna-covid-19/forgangslisti/

Forgangurinn er flokkaður í fjóra flokka A, B, C, D.

A: foreldrar eru báðir á forgangslista.

B: annað foreldri er á forgangs lista.

C: börn með sérþarfir.

D: eru aðrir.

Foreldrar sem eru í vaktavinnu og eru að óska eftir forgangsvistun fyrir börn sín skila inn vaktaplani. Vaktaplani skal skilað inn á föstudegi svo hægt sé að úthluta börnum vistun samkvæmt því. Foreldrar sem vinna á vöktum þurfa í flestum tilfellum ekki að nota alla daga vikunnar, meðan aðrir þurfa mögulega að notfæra sér þá.

Við vitum að þetta getur komið við einhverja í foreldrahópnum, við treystum á að við getum reitt okkur á frábæra foreldrahópinn sem stendur ávallt við bakið á okkur.

Við munum senda upplýsinga í pósti og setja hér inn á heimasíðu skólans varðandi allar breytingar sem mögulega geta orðið.

Með kveðju til ykkar, Guja og Ingibjörg

© 2016 - Karellen