Innskráning í Karellen
news

Erum að leita að starfsmanni í teymið okkar

22. 01. 2024

Erum að leita að starfsfólki

Hefur þú gaman að börnum?

Finnst þér gaman að leika þér með leir? Kubba? Skapa?

Finnst þér prumpubrandarar enn fyndnir?

Þá er þetta rétti staðurinn fyrir þig!

Kæri vinur/vinkona, vertu velkomin á Leikskólann okkar Eyrarskjól á Ísafirði! ☀️

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika.

Við erum að leita að leikskólakennara eða leiðbeinanda sem getur unnið 100% starf.

Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.

Leikskólinn Eyrarskjól er 5 kjarna leikskóli staðsettur á Ísafirði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.

Í Eyrarskjóli er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.


Vinsamlegast sendið póst á ingibjorgei@hjalli.is fyrir nánari upplýsingar

© 2016 - Karellen