Innskráning í Karellen
news

Fréttapóstur - Febrúar

12. 02. 2024

Dagur tónlistarskólans

Krakkarnir á Blá Kjarna fóru í heimsókn í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem þeim var sýndur skólinn, alls konar hljóðfæri og auðvitað voru sungin nokkur lög. Þetta var einstaklega vel heppnað og stefnum við á að gera þetta aftur á næsta með elstu krakkana okkar.

Maskadagurinn

Í dag héldum við Maskaball, það máttu allir koma í búning sem vildu, krakkarnir slógu köttinn út tunnunni og fengu smá snakk í poka. Síðan var ball með blöðrum og stuðtónlist. Í dag verða svo auðvitað bollur í nónhressingunni.

Veikindi
Það er búið að vera mikið um veikindi síðustu vikur, bæði hjá börnum og starfsfólki. Við þurftum að biðja foreldra á gula og græna kjarna að sækja snemma einn daginn en annars höfum við ekki þurft að senda börn heim. Það hefur samt verið mikið álag á starfsfólkinu okkar og hvet ég ykkur til að gefa þeim extra hlýtt bros í fataklefanum. :) En annars sýnist mér að við séum að komast út úr þessu tímabili.

Skrá leyfi og veikindi á karellen
Við viljum minna ykkur á að skrá inná karellen þegar börn eru veik eða í leyfi, þetta hjálpar okkur mikið að skipuleggja dagana þegar svona mikil veikindi eru eins og hafa verið núna upp á síðkastið.


Starfsdagur 19. febrúar
Leikskólinn verður lokaður þennan dag vegna starfsdags þar sem við munum m.a. fá tónlistarnámskeið frá Rúnu Esradóttur.

Foreldrasamtöl
5.-8. mars verða foreldrasamtöl, hópstjórar munu hafa samband við foreldra þegar nær dregur til að bóka tíma.

Facebook hópurinn okkar
Ég vil minna á hópinn okkar á facebook Leikskólinn Eyrarskjól - fréttir og fróðleikur, þar sem við höfum verið að setja inn frekar upplýsingar um starfið og ýmislegt annað tengt leikskólanum sem getur verið fróðlegt og skemmtilegt fylgjast með.

Fleira var það ekki í bili. :)

© 2016 - Karellen