Innskráning í Karellen
news

Fréttapóstur - Apríl

04. 04. 2024

Við vonum að allir hafi átt yndislega páska.

?

Hér var mikil stemning fyrir páskunum, mikið föndrað og tóku elstu krakkarnir okkar þátt í myndlistarsýningu ásamt hinum leikskólum Ísafjarðarbæjar og tókst vel til.

Á morgun 5. apríl er hálfur starfsdagur og mun leikskólinn loka kl. 12:00. Gott er að hafa í huga að sækja yngri börnin fyrr þar sem þau eru orðin þreytt um 11:30.

Brjálað veður

Við fengum þokkalega góðan snjósnorm 22. febrúar. Það voru þó nokkuð margir starfsmenn veðurtepptir þennan dag en það sama var að segja um börnin. Þetta endaði því á að vera fámennur dagur og var ákveðið að skella í rugldag þar sem börnin m.a. fóru í feluleik um allan leikskólann sem vakti mikla kátínu. Dagurinn gekk vel og allir hjálpuðust að, að láta þennan dag ganga upp.

Framundan eru þó nokkrir frídagar:

5. apríl - 1/2 starfsdagur, 12:00-16:00

25. apríl - Sumardagurinn fyrsti

1. Maí - Verkalýðsdagurinn

8. Maí - Starfsdagur

9. Maí - Uppstigningardagur

10. Maí - Starfsdagur
20. Maí - Annar í Hvítasunnu

7. Júní - 1/2 starfsdagur, 12:00-16:00

Námsferð til Glasgow

Ástæðan fyrir samþjöppun á starfsdögum í Maí er sú að starfsfólkið í Eyrarskjóli er að fara í námsferð til Glasgow 8.-12. Maí. Þar erum við að fara að á námskeið sem er með yfirskriftina ,,Gleði er fagmennska" og munum við þar fara á ýmsa fyrirlestra, gera æfinga og verkefni ásamt því að heimsækja Elmwood Nursery sem er Hjallískur skóli, staðsettur í Glasgow. Við erum mjög spennt að fara í þessa ferð og munum við án efa koma til baka full að innblástri.

Fögnum sumrinu

26. apríl, daginn eftir sumardaginn fyrsta, stefnum við á að hafa útikakó og tónlist á lóð til fagna sumarkomu... ef veður leyfir. ;)

Starfsfólk

Við erum að leita að starfsmanni í eldhúsið svo ef þið hafið áhuga eða vitið um einhvern sem gæti hentað í þetta starf að þá má endilega hafa samband við okkur. Við erum einnig að leita að starfsmanni til að vinna inn á kjarna með börnunum, næsta haust.


Bílastæði

Við viljum minna ykkur á ósýnilegu bílastæðin okkar en samkvæmt lögreglunni er mælt með því að fólk keyri Túngötuna og niður Eyrargötuna þegar komið er að leikskólanum, svo lagt sé rétt í stæðin. Síðan þegar farið er aftur að keyra út Þumlungsgötu. En það hefur mikið borið á því upp á síðkastið að fólk sé að koma úr öllum áttum og leggja þvers og kruss. Við þurfum að passa okkur sérstaklega þar sem hér eru mörg lítil börn á vappi sem auðvelt er að sjá ekki. Ég vil einnig minna fólk á að drepa á bílunum.

© 2016 - Karellen