Innskráning í Karellen
news

Fréttapóstur - Janúar

08. 01. 2024

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Við förum inn í nýtt ár með tilhlökkun og gleði!

Við áttum ansi notalegan Desember mánuð sem gekk glimrandi vel í húsi og vonum við að þið hafið haft það gott um hátíðarnar. Við kvöddum svo jólin með sparifatadeginum okkar, síðastliðinn föstudag.

Framundan

Nú er Jákvæðnilotan að hefjast en þá leggjum við áherslu á jákvæðni, ákveðni, hreinskipti, bjartsýni og gleði.

17. janúar lokar skólinn kl. 12:00 vegna starfsmannafundar. Gott er að sækja yngstu börninn fyrr svo þau séu ekki orðin of þreytt þegar þau eru sótt.

26. janúar höldum við þorrablót, þá búa krakkanir til kórónu og fá að smakka þorramat.

Nýjir vinir

Við höfum fengið í liðs við okkur tvo nýja starfsmenn, þau Fransescu og Dag Elí. Fransesca mun taka við af Hanin á græna kjarna en Hanin er að flytjast aftur á hvíta kjarna. Dagur Elí mun svo taka við af Kristínu á rauða kjarna en hún fer að fara fljótlega í fæðingarorlof.

Fimm ný börn byrja hjá okkur núna í janúar og svo bætist eitt í viðbót við í apríl og er þá skólinn okkar orðinn fullur.


Vonum að allir hafi notið þess að komast aftur í rútínu í janúar. ;)

© 2016 - Karellen