Innskráning í Karellen
news

Fréttapóstur Október 2023

12. 10. 2023

Það er allt gott að frétta af okkur í Eyrarskjóli. Nú er allt að komast í réttar skorður og mikið af spennandi hlutum í gangi hjá okkur.


Á morgun 13. Október er heill starfsdagur og er því leikskólinn lokaður. Við erum að fara suður á Haustráðstefnu Hjallastefnunar ásamt öllum starfsfólki Hjallastefnunar (um 600 manns).

Starfsmannamál

Við höfum fengið tvo nýja starfsmenn í Október, hana Elenu og Hanin og mun svo einn starfsmaður í viðbót byrja í janúar. Við erum því búin að ná að manna skólann að fullu.

Foreldraráð

Okkur vantar eitt foreldri í foreldraráð. Hér er hægt að lesa nánar um hvað foreldraráð gerir.

Breytingar á dagskrá


Tónlistar og sögusmiðja Bjarkar

Björk Helgadóttir er staðsett á rauða kjarna en mun þrisvar í viku fara í hópatíma með öðrum kjarna þar sem hún tekur með sér gítarinn og fer með krakkana í gegnum söng og söguvinnu. Einn kjarni tekinn fyrir í hverri viku nema hvíti kjarni.

Jóga með Kristínu

Kristín Haraldsdóttir hópstjóri á bláa kjarna er búin að læra krakkajóga og er hún nú með vikulega jógatíma fyrir rauða, bláa og aðra hvora viku fyrir elstu börnin á gula.

joga bláa.jpg

Uppbótavinna

Þar sem skólinn er kynjablandaður núna höfum við tekið það upp að einni sinni í viku er markviss uppbótavinna, þá kynjaskiptum við hópnum, þannig að börnin fá tækifæri til að styrkja þá eiginleika sem auðveldlega geta verið vanræktir vegna kynferðis. Börnin fá öll að æfa sig í mismunandi verkefnum sem samfélagið eignar gjarnan hinu kyninu.

Áhersla á frjálsan leik og lengri vettfangsferðir

Í leik lærir barn margt sem enginn getur kennt því. Mikið sjálfsnám felst því í leik, honum fylgir bæði gaman og alvara. Sjálfsprottinn leikur er námsleið ungra barna og skal því vera meginnámsleið í leikskóla. Leikur sem er sjálfsprottinn greinist frá öðru atferli í því að hann er leiddur af börnum; þau ákveða sjálf að leika, hvar og hvenær hann fer fram og um hvað leikurinn snýst. Nú munum við breyta dagsskipulaginu, einu sinni viku svo hægt sé að gefa meiri tími í frjálsan leik og lengri vettvangsferðir. Á þetta sérstaklega við um rauða og bláa kjarna til að byrja með.

Aukna áherslu á lýðræði

Í leikskóla ber að stuðla að jafnrétti og virkri þátttöku barna í samfélaginu með því að skapa þeim tækifæri til að upplifa lýðræðisleg vinnubrögð og samskipti í daglegu starfi. Við ætlum að leggja meiri áherslu á lýðræðið á elstu kjörnunum, t.d. með því að halda kosningu um hvað á að vera í matinn.

Við vonum að þið séuð jafn spennt og við fyrir þessum breytingum sem eru í gangi hjá okkur. :)

© 2016 - Karellen